Döðlubrauð

Þessa uppskrift fékk ég hjá fræænku minni, vildi bara deila henni með ykkur !

Döðlubrauð :)
5 dl heilhveiti eða blanda af heilhveiti og hveiti
2 tsk lyftiduft
½ tsk matarsódi
2 dl þriggja korna blanda – eða aðallega sólblómafræ og skvetta af sesamfræjum
250g döðlur
1 ½ dl sjóðandi vatn
2 dl AB mjólk eða súrmjólk

Sjóðið vatnið í potti, bætið döðlunum útí og lokið. Látið malla dágóða stund á minnsta hita, eða þartil döðlurnar eru mjúkar í gegn. Kælið. Blandið þurrefnum saman, setjið döðlurnar útí og mælið vatnið sem (ef til vill) er eftir. Vætið í með AB mjólkinni og 1 ½ dl af sjóðandi vatni. Blandið, en hrærið sem minnst í deginu. Setjið í smurt brauðform og bakið í 30-40 mínútur við 180°C


Uppskrift

Tómatsósa
 
Innihald 
 
350. ml maukaðir tómatar
2. msk. tómatpurée
2. hvítlauksrif pressuð
2.tsk. ítölsk kryddblanda
1/2.tsk. salt 
 
Aðferð
 
Öllu hrært saman.
Hægt að nota bæði heita og kalda á pizzur,pasta,lasagna og með ýmsum mat ! 

Kaka

Þetta er ekki beint uppskrift þetta er meira svona aðferð:
Þið þurfið hringlaga kökuform (má líka vera öðruvísi form) og matarlit (ef maður vill). 
 
Þið byrjið á því að búa til bara venjulegt súkkulaðiköku deig,setjið það í formið og bakið.
Setjið tvisvar í formið.
Síðan er komið að því að búa til súkkulaðikrem.Ekki búa til mikið því það fer bara lítið á botnana.
Skerið niður ávexti t.d. kiwi, banana og jarðarber.
Smyrjið súkkulaðikreminu á milli botnanna, smyrjið þessu bara rétt á milli svo það verði ekki of mikið !
Setjið ávextina á kremið (sem er á milli botnanna)
 Setjið botnana saman þannig það er orðin tveggja hæða kaka. 
Búið til glassúr,takið 1/4 af og setjið í box eða eitthvað.
Setjið matarlit í þennan 3/4 af glassúrnum og smyrjið ofaná kökuna.
Síðan má taka þennan 1/4 og búa munstur á kökuna eða skrifa eitthvað með honum.
 
Verði ykkur að góðu ! Joyful 

Halló !

Hæ hæ! Smile

Ég ætla að reyna að vera dugleg  að setja inn uppskriftir en kannski næ ég ekki að setja inn mikið!

Ég mun aðallega  vera með múffu uppskriftir og köku og að kremum, það er soldið sérgreinin mín hehe!

Enjoy!

Kolfinna 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband