Döðlubrauð

Þessa uppskrift fékk ég hjá fræænku minni, vildi bara deila henni með ykkur !

Döðlubrauð :)
5 dl heilhveiti eða blanda af heilhveiti og hveiti
2 tsk lyftiduft
½ tsk matarsódi
2 dl þriggja korna blanda – eða aðallega sólblómafræ og skvetta af sesamfræjum
250g döðlur
1 ½ dl sjóðandi vatn
2 dl AB mjólk eða súrmjólk

Sjóðið vatnið í potti, bætið döðlunum útí og lokið. Látið malla dágóða stund á minnsta hita, eða þartil döðlurnar eru mjúkar í gegn. Kælið. Blandið þurrefnum saman, setjið döðlurnar útí og mælið vatnið sem (ef til vill) er eftir. Vætið í með AB mjólkinni og 1 ½ dl af sjóðandi vatni. Blandið, en hrærið sem minnst í deginu. Setjið í smurt brauðform og bakið í 30-40 mínútur við 180°C


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband